Sælir kæru hugarar.
Mikið hefur verið kvartað undan svokallaðari blaðamennsku hjá DV undanfarið og fólk jafnvel beðið að sniðganga þennan miðil. En það er ekki nöldrið mitt í dag.. heldur söluaðferðin þeirra. Mér finnst nefninlega DV orðið ansi desperate.
Þegar ég opna póstinn minn í dag er þar nýtt email sem heitir LUSH SUMAR. Ég opna það auðvitað.. hélt kannski að svo heppilega hefði viljað til að ég hefði unnið einhvern sumarleik hjá Lush (einhver sápubúð í Kringlunni) sem ég skráði mig í fyrir löngu. En sú var ekki raunin. Bréfið var eitthvað á þessa leið:
“Opnunartilboð! DV áskrift á 1920 kr ef þú pantar núna!”
Ég veit, ég veit.. það er búið að kvarta mikið undan DV, en ég gat bara ekki orða bundist. Ég hef greinilega verið sett á einhvern random póstlista ásamt öðrum nöfnum sem byrja á s, t, u og v. Það þarf dáldið til að pirra mig á góðum föstudegi þegar ég er nýbúin að fá útborgað.. en það tókst! Takk fyrir, kæra DV!