Ég hef ekki lengi verið virkur notandi Huga, en eftir að ég byrjaði má segja að ég sé orðinn forfallinn Hugafíkill. Á flakki mínu um áhugamálin má segja að ég hafi fundið fyrir nokkrum hlutum sem mætti bæta:
1) Það væri mjög til bóta að sjá hver er admin á hverju áhugamáli. Sum áhugamál birta lista en þau eru miklu fleiri sem gera það ekki. Það er mjög þægilegt að vita við hvern á að röfla ef þess þarf.
2) Það er frekar asnalegt að fá 1 stig fyrir að svara korki en ekkert fyrir að svara grein. Fyrir að setja nýjan póst á kork virðist maður fá 2 stig. Stigagjöfin væri eðlilegri svona: Svar við grein: 2 stig; Nýr póstur: 3 stig; Svar við korki: 1 stig.
3) Það eru gefin heil fjögur stig fyrir tengil. Það má alveg minnka það niður í 2 stig.
Ég er mjög fylgjandi stigagjöfinni, það er gaman að sjá hversu virkur maður er í áhugamáli svart á hvítu og ekki síður gaman að sjá hvernig hinum gengur.
Annars er Hugi frábær afþreying og skemmtileg dægradvöl. Ég hlakka til að fá fleiri áhugamál inn og það er einmitt mjög mikilvægt að halda áfram að opna ný áhugamál. Það er reyndar komið nóg af leikjaáhugamálum! :)