Ég keypti mér lítinn ísskáp í Bílanaust í fyrra. Kælir niður um 20 eða 25°C. Það komast u.þ.b 8 0,5 l. dósir, en þá er maður alveg að troðfylla hann og það getur stöðvað loftflæðið inn í skápinn.
Hann er með hillu þannig að ef maður kaupir kyppu af dósum, þá er best að hafa 4 ninðri og tvær uppi. Það er líka hægt að koma 2 l. flösku fyrir, en þá tekur maður hilluna úr og flaskan liggur á milli horna.
Hann heldur sér reyndar ekki alltaf í 4°C (fer eftir hita á innihaldi) en til að ná enn betri kælingu nota ég kælihylki eins og maður fer með í útilegu og þá virkar hann fínt.
Hann kostaði 15.000 kr. minnir mig, sé ekki eftir þeim peningun.