Nú eru nokkur ár liðin síðan sumar verslanir í Bandaríkjunum tóku upp “self checkout” kerfi í matvöruverslunum. Kerfi þar sem viðskiptavinurinn getur afgreitt sig sjálfur.

Það frábæra við þetta kerfi er að allir kassanir eru alltaf opnir, þannig að biðraðir verða stuttar eða engar. Fljótlegt fyrir viðskiptavini sem oft eru að flýta sér.

Þessir kassar eru reyndar margfalt dýrari en venjulegir búðarkassar. En búðirnar ættu að vera fljótar að borga þá upp og fara í gróða enda þarf fyrirtækið færri starfsmenn með þessu kerfi.

Nú hélt ég að við Íslendingar værum með nútímalegustu þjóðum heimsins, en samt eru engar matvöruverslanir búnar að taka upp þetta kerfi. Vonandi dettur einhverjum það í hug á næstunni.

http://www.ncr.com/en/products/images/hardware/sa_selfchk_e-series_1.jpg