Ég þarf að vinna í Unglingavinnunni eða Unglingaþrælkuninni eins og ég kýs kalla það, meðan ALLIR aðrir fá vinnu annarstaðar, í búð , sjoppu, bakaríi eða einhverju álíka. Ég sótti um á 5 mismunandi stöðum einhverntíman í apríl og hef ég ekki fengið neitt svar!
Og eitt sinn eftir að hafa verið sagt að ég væri of ungur og var á leiðinni út úr skrifstofu eftir að hafa talað við yfirmann og verið að spyrja um starf þá sá ég á leiðinni út 14 ára gaur vera að afgreiða fólk!
Og án djóks! Ég sá einu sinni 12 ára gaur vera að raða í hillur í Hagkaup í Skeifunni!
Það fá allir vinnu nema ég! Ég fæ þrælkun!!!
409 kr. á tímann er ekki eðlilegt!