Hafið einhverntíman hatað ykkar tilveru og hlutverk í lífinu?

Ég hef allavegana margoft haft þá hugsun og ég stundundum hatað sjálfan mig. Mitt hlutverk og minn þátt hér í þessari tilveru. Hve oft hefur mig ekki langað að vera eitt af ykkur, djammandi þarna úti, njótandi lífsins til fullnustu.
Svo í dag fór ég í Snæland vídeó til að kaupa ís handa börnunum mínum sem ég el einn upp. Þá sá ég eina fallegustu dömu sem ég hef augum litið á þessu jarðríki, en hún leit til baka á mig eins og ég væri ennþá giftur maður, þá varð það mér loksins ljóst, endanlega, að það er ekki til neinn hlutur í Íslensku þjóðfélagi sem heitir einstæðir feður! sem kannski dást af (innan markana) af fegurð ykkar…

Þeir eru ekki til og eins og hamingjusamar EINSTÆÐAR mæður!

Smá pæling, kannski ekki verðskulduð en……….

Lecte