Eins og sumir hérna vita þá er búið að setja 18 ára aldurstakmark á tónleika Megadeth á síðustu stundu, eða helgina fyrir tónleika.
Þegar ég keypti miða á tónleikana um leið og miðasalan hófst þá átti að hafa tónleikana fyrir alla aldurshópa og ég gerði ráð fyrir því að þar sem ég er á 17 ári þá ætti ég léttilega að komast inn.
Fyrir nokkrum dögum síðan frétti ég að fáir hefðu keypt miða og að það ætti kanski að hætta við tónleikana, svo frétti ég frá kunningja mínum að tónleikarnir yrðu haldnir nema á öðrum stað. Ég leitaði út um allt og sá hvergi tilkynningu um staðinn þannig að ég keypti flugmiða báðar leiðir þar sem mér er nokkuð sama þótt þetta verði ekki haldið í kaplakrika þar sem ég vill aðeins sjá þá og hlusta á tónlistina.
En þegar ég kem á netið í dag frétti ég að tónleikarnir verða haldnir í NASA og það verði 18 ára aldurstakmark. Og þar sem ég fer einn með vini mínum til RVK og hvorugur okkar 18 ára þá eru litlar líkur á því að við náum því að komast inn nema maður nái að redda sér einhvernveginn.
Hvað er RR að pæla? Er þetta eitthvað trikk til að selja fleiri miða? Svo að þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að kaupa auka miða fyrir einhvern til að koma með sér á tónleikana?
Nokkrir aðrir sem ég þekki eru þegar farnir til RVK og vita ekkert um breytingarnar og það er helvíti svekkjandi að vera búinn að keyra í 4 tíma og hanga í RVK yfir helgi og fá svo ekki að sjá þessa helvítis tónleika.
Er ekki ólöglegt að selja miða á eitthvað en leyfa manni svo ekki að koma inn? Þótt ég fái miðann endurgreiddann þá er ég 2 klst að vinna upp í hann og hann er það ódýrasta af þessu öllu þar sem ég er líka búinn að fá frí í vinnunni og það kostar mig mörgum sinnum meira heldur en þessi litli miði og ég get ekki tekið fríið til baka og fengið flugmiðana endurgreidda.

Það er allavegana klárt mál að ég á eftir að hugsa mig nokkuð oft um áður en ég kaupi miða hjá