Nú spyr ég bara: Afhverju ekki?

Auðvitað væri eitthvað ves að búa til áhugamálið, eins og öll önnur, en þetta mætti þessvegna bara vera einn eða tveir korkar, og admin þyrfti bara rétt að hafa auga með bulli á korkunum og eyða því. Engar greinar til að samþykkja, engir linkar, atburðir eða skoðanakannanir, bara korkar þar sem þú getur auglýst hluti sem þú átt (löglega að sjálfsögðu) til sölu, eða auglýst eftir einhverju sem þig vantar. Ekkert meira.

Eftir að hafa séð hvað svona sala/kaup-hlutar á öðrum erlendum forums virka vel (Something Awful forums sem dæmi) þá finnst mér eins og þetta hljóti að vera a.m.k. sæmileg hugmynd. Í það minnsta er nóg af fólki að selja og kaupa drasl á öllum þessum 500 áhugamálum hérna. Afhverju ekki bara að hafa það allt á einum stað?

Athugið að ég er ekki að segja “HURR! Þetta á að vera svona og allt annað er fáránlegt!”, mig langar bara að sjá hvernig þetta gæti verið slæmt. Gefið að Hugi.is hafi einhvern “Við tökum enga ábyrgð á neinu”-disclaimer á áhugamálinu þá sýnist mér löglega hliðin sleppa alveg, mig grunar að það verði alveg nóg að gera á áhugamálinu og það þarf minimum vesen að búa það til og halda því við (að ég held, leiðréttu mig JReykdal ef ég er að bulla).

Allavega, ég held að þetta gæti alveg virkað.

Svo þarf ég líka að selja sófa.

Zedlic