Þetta fékk ég að vita þegar móðir mín hringdi nú fyrir stuttu á skrifstofu MH og fékk að vita að ég hefði ekki komist inn. Ég var með 8,3 í meðaleinkunn fyrir þær greinar sem þarf fyrir félagsfræðibraut og mér finnst það helvíti asnalegt að ég hafi ekki komist inn með þessar einkunnir.

Okkur var síðan sagt að umsóknin hefði verið send áfram, en varaskólinn minn var Verzló. How lucky is that? Öruggt að ég kemst ekki þangað inn núna. Nr. 3 er síðan Kvennó. Hvað er að? Ég vil vita af hverju í andskotanum fólki með 7,3 í meðaleinkunn er hleypt inn í MH en ekki fólki með 7,9 í meðaleinkunn. Fjandinn hirði íslenska skólakerfið.

Ég er bara aðeins pirraður núna, ég veit að ég gæti hafa verið með smá one-sided point of view hérna, en mér er sama.

Fjandinn hirði MH.