á meðan ég rita þetta er annar leikur sixers og lakers í gangi og er ég að horfa á hann og á meðan auglýsingarnar hafa verið hef ég alltaf skipt yfir á Stöð eitt. Þar voru merkisatburðir að ske, maður hafði hringt og náði alveg upp í 200.000 þúsund, sem er helmingi meira en maðurinn í öðru sæti. Ég horfði á þennan mann svara spurningum um ALLT. Ég sá hann fyrst þegar hann var með 40.000 og sá hann hætta. Ég sá að hann var um það bil 2 klukkutíma. Mínútan kostar 99,99 mínútan,
samtals 100 sinnum 120=12000!!! 12000, það er fáránlegt. Það sem ég á við með þessum orðum er að skjáleikurinn er þvílíkt peningasvindl. Jafnvel Klámlínurnar kosta ekki svona mikið. Ég tel það HEIMSKULEGT að spila með í skjáleiknum. Hvað finnst ykkur.

12000 kr.