Það eina sem ég sé í korkunum um hann sem gæti talist eitthvað sem þyrfti að biðjast afsökunar á, er þegar hann hótar fólki sem vogaði sér að hafa áhyggjur af velferði hans.
Setningar eins og
“Þú kallar yfir þig helvíti á jörð”
og
“Ég mun hitta þig á göngum barnahúss”
geta báðar talist hótanir og því verður að spyrja þeirrar spurningar hvort maður sem er að því er virðist svona tæpur á geði sé fær um að ala upp börn.
Ég hef ekki fullyrt eitt eða neitt í þeim málum, en hins vegar er fullkomlega eðlilegt að spyrja þessarra spurninga. Velferði barna hans er mikilvægara en hvort einhver hérna særi tilfinningar hans.
Hins vegar er alveg hugsanlegt að hans fyrrverandi hafi komist yfir aðgangsorðið og sé að pósta svona í hans nafni til að geta notað gegn honum seinna í einhverri forræðisbaráttu… hver veit?
Bara mín skoðun.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.