Núna á síðustu dögum hefur Hugarinn Lecter verið með, það sem mér finnst, frekar grófar ásakanir á bæði einstaka hugara og Huga í heild sinni.
Ég var bara að hugsa hvað fær fólk til að skrifa greinar og korka inn á huga, sem eru til þess gerðar að valda umræðu og rökræðum og halda að það verði allir sammála og að það verði ekkert skítkast. Auðvitað vil ég jafnmikið og þið að öllu þessu skítkasti yrði hætt en ég veit að það er ekki að fara að ske. Ég herði bara sjálfa mig og bý mig undir skítkastið þegar ég er búin að senda inn grein!
Ég hef nú aðallega verið að skrifa greinar á Kynlífs-huga. Og ég skal viðurkenna það að ég miða oft á það að reyna að skrifa soldið grófar greinar sem eru til þess gerðar að vekja athygli á öllum hliðum málsinns og vissulega hef ég fengið minn skammt af drullu en átti ég ekki á eiga von á því eða???
Þegar fólk er að skrifa greinar um tilfinningaheit umræðuefni einsog trú, kynlíf og samkynhneigð sér það virkilega ekki að það er alltaf nóg af fólki á huga sem er svo langt í frá að vera sömu skoðunnar og það sjálft? Sér það ekki að það á eftir að valda deilum? Finnur það ekki lyktina af drullunni sem er á leiðinni????
Og að sama skapi sagði ég kallinum mínum frá Lecter umræðunni og að einhver hefði efað geðheilsu hans. Kallinum fannst það illa gert Og jú jú mér finnst það að vissu leyti líka, en ég get ekki litið frammhjá þeirri staðreynd að hann gaf þennann höggstað á sig sjálfur. Einsog Guð sjálfur sagði “þú uppskerir því sem þú sáir”!!!
Ég er alveg viss um að ef Ég mundi taka greinar sem ég hef skrifað hér og mundi fara að predika þær á Austurvelli mundi ég fá svipuð viðbrögð og hér á huga, ef ekki meiri skítköst…..
Ef fólk getur ekki tekið gagnrýni á þeirra skoðunum, persónuleika eða lífsstíl skal það ekki skrifa greinar eða korka á huga. Það er það sem mér finnst, hvað með ykkur?
Hverju á maður að eiga von á á Huga?
Annars vil ég enda þettað á að segja við Lecter að ég hef ekkert á móti honum, var meirað segja bara sátt við greinarnar hjá honum.