Ég veit að þetta verður mjög langur þráður en ég bara verð að koma þessu frá mér….

Fyrir nokkrum dögum byrjaði Lecter umræðu um Guð og tilveru okkar… ég reyndi að svara honum en það virðist vera lífins ómögulegt að fá hann til að svara einu eða neinu öðruvísi en með persónulegum árásum og flótta undan því sem um er að ræða.
Ég veit vel að oft var ég dónalegur í tilsvörum mínum en það varð pirrandi til lengdar þegar engin svör fengust önnur en skætngur og persónulegar árásir.
Ég ætla í þessum þræði að rekja hluta af þeim svörum sem ég hef fengið sem og spurningum mínum.

Ég ætlast ekki til að nokkur maður nenni að lesa þetta, þetta er alveg eins gert fyrir mig eins og einhverja aðra, ég hef fengið nóg af þessum manni og þetta er mín leið til að loka á frekari samskipti við þennan mann.

Byrjum þá:

Lecter segir:

Þú vitnar í Sókrates Anon, en því miður berð þú enga slíka tilburði sem Sókrates hafði. Hann hafði það hyggjuvit að ráðast ekki á fólk sem var á annari skoðun en hann.

Þú kæfir skoðanir aðra með hroka. Nákvæmlega sömu tilburðir og Adolf Hiler var með. Ef þú varst ekki sammála honum, þá varstu sko í slæmum málum.

Þú dæmir Anon, og það hart. Ég tók það skýrt fram hér að ég dæmi ekki nokkur mann.

Lecter

Ég:

hahahaha, ætlaru í alvöru ekki að svara neinu af því sem ég er búinn að tala um hérna.

Þú talar um fjallaræðuna en brýtur svo illilega þann boðskap sem Jesú boðar þar og dirfist svo að tala um hroka í mér.

Segir allt sem segja þarf um röklegt skipsbrot þitt í þessu máli, einu svörin frá mér sem þú þorir að leggja í eru þau sem ég svara öðrum.

Sókrates var grískur heimspekingur og hefur orðið tákngervingur húmanískrar heimssýnar og afneitun kreddufestu. Spakmæli hans, “þekktu sjálfan þig”, er grundvöllur þekkingar og virðingar fyrir sjálfum sér og öðrum, án tillits til mismunar.

Held þú ættir að taka þér þetta til fyrirmyndar…”


Lecter:

Sæll kæri Anon,
þín orð eru mér ómerk og verðlaus. Þú ert hrokafullur strákspjakkur og orð þín dæma þig sjálfan samanber þann póst sem þú sendir mér persónulega hér inni á Hugi.is

Þetta er póstur frá Anon til Lecter á hugi.is:
“ERtu svo mikill aumingi að þú getur ekki svarað neinu af svörum mínum á þræðinum þínum..

þú ert sorglegur”…

Í raun á ég ekki að vera svara svona ofbeldi Anon. Þetta er sama kúgun og Nasistar beittu. Ef þú ert ekki sammála mér þá ertu aumingi og sorglegur.

Ég mun biðja fyrir þér að þá fáir sáluró því þú ert greinilega ekki í andlegu jafnvægi. Það sést greinilega á svörum þínum hér.

Ég vona að þú látir af þessum persónulegu árásum því þetta er EKKERT annað en OFBELDI í sinni verstu mynd Anon!

Lecter

Ég:

“Ástæða þessara skilaboða eru einföld, sem verðandi nemi í Guðfræði og mikill áhugamaður um trúmál þá misbauð mér hreinlega afbökun þin og hræsni í öllum þínum málflutningu.

Þegar ég svo sá að þú varst búinn að tengjast tvisvar inná huga án þess að svo mikið sem svara einum af þeim svörum sem ég svaraði þér þá misbauð mér ennþá meira því þá sá ég hvurslags hræsnara þú hefur að geyma.

Ætla að biðja þig að kalla mig ekki strákpjakk þar sem mig grunar nú að ég sé eldri en þú og ef ekki þá töluvert þroskaðari.

Mig langar svo að minna þig á að þú hefur ekki ennþá svarað því hvernig þú getur vitnað í fjallaræðuna í einni setningu og misboðið boðskap hennar í þeirri næstu?

Mig langar líka að minna þig á að þú hefur ekki ennþá svarað neinu af því sem ég setti ofaní við þig í nótt og morgun.

Ef þú getur ekki staðið við það sem þú ert að segja hérna þá held ég að best væri fyrir alla að þú hættir því.
Það er fátt meira óþolandi en fólk sem heldur uppi háværum og öfgakenndum skoðunum en hefur svo ekki manndóm í sér til að svara þeim.

ÉG endurtek því það sem ég sagði í einkapóstinum til þín: "ertu svo mikill aumingi að þú getur ekki svarað mér, þú ert bara sorglegur

Lecter svarar, málefnalegur að vanda:

Hver er sorglegur núna?

Er stoltið stóra sært?


Tilvitnun:
Þegar ég svo sá að þú varst búinn að tengjast tvisvar inná huga án þess að svo mikið sem svara einum af þeim svörum sem ég svaraði þér þá misbauð mér ennþá meira því þá sá ég hvurslags hræsnara þú hefur að geyma.


Ég er einstæður 3 barna faðir og innboxið var með meira en 40 póstum. Hefur þú kannski tíma fyrir mig að ala upp börnin mín meðan ég svara nokkrum meilum í kvöld?




Tilvitnun:
Þegar ég svo sá að þú varst búinn að tengjast tvisvar inná huga án þess að svo mikið sem svara einum af þeim svörum sem ég svaraði þér þá misbauð mér ennþá meira því þá sá ég hvurslags hræsnara þú hefur að geyma.


Æ æææææ ég mun biðja fyrir þér…

Ég:

ég ætla vinsamlega að biðja um að þú byðjir ekki fyrir mér frekar en ég vil að aðrir “rangtrúaðir” geri það.

Ég vil hinsvegar biðja þig að svara efnislega því sem ég hef verið að segja”

Ég svara ekki bullum né ofstækismönnum og mun ALDREI láta þig kúga mig eins og þú gerir hér!

Þú ert með persónulegar svívirðingar hérna inni á huga og það er ekki til eftirbreitni.

Þú talar um að þú sért svo ofboðslega þroskaður, en kæri Anon þú hefur ekki sýnt snefil að því hér í þessari umræðu!

Ef þú segir mig sem kristnan mann vera rangtrúa, hvað ert þú þá? Etru í Veginum?

Lecter

“Ég er í íslensku þjóðkirkjunni.

ætla að vitna aftur í fjallaræðuna því þú virðist ekki hafa lesið það í fyrra skiptið:

“Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.”

Þú ert að brjóta þetta all svakalega með þessu að mínu mati svívirðilega trúboði þínu hér þar sem þú talar niður til allra sem mótmæla þér og eru þér ekki sammála.

Þetta er það sem Jesú sagði áður en hann kenndi okkur faðirvorið, það er því að mínu matu mikil synd hvrenig þú þverbrýtur þennan einfalda boðskap”

Lecter, enn að biðja fyrir mér:

Ég veit þetta ofurvel. Enda finst mér alltaf skrítið hvað sumir trúarhópar hafa mikla sýniþörf að þeir séu að biðja til Guðs.

Ég sagðist ætla að biðja fyrir þig, en ég legg alltaf inn svoleiðist bænir með faðirvorinu.

Lecter

Svo var það næsta hitamál hjá okkar manni.

Lecter:

Sæll félagi,
þú kannast við formúluna hans E=MC2 er það ekki kjarnorkan.

Biblían segir að Guð sé óendanleg uppspretta af orku samanber er sólin bara mjög lítill orkubolti.
(E = MC2)
Ef við setjum GUÐ ORKU = X wing commancing
HÉR =

Hvað eigum við að biðja Guð um að búa til, mig langar í x fighter til að berjas við alla óvinina.

Þar sem Guð er bara hrein og óendanleg orka sem er allstaðar, þá getur hann í raun skapað allt sem honum sínist.

Svarið þetta eihverju vinur,
kær kveðja,
Lcter

Ég:

Þetta er mesta bull sem ég hef nokkurn tíma lesið og hef ég nú lesið ýmislegt heimskulegt í gegnum tíðina.



Tilvitnun:
þú kannast við formúluna hans E=MC2 er það ekki kjarnorkan.


þetta þýðir Orka = massi margfaldað með ljóshraða í öðru veldi.

E=orka
m=massi
C=ljóshraði

Það sem þessi jafna segir okkur semsagt er að með auknum hraða eykst massinn og segir okkur í leiðinni að orka og massi eru í raun mismunandi form á sama hlutnum.
Massa getur verið breytt í orku og orku í massa.

Það getur svosem vel verið að þetta svar þitt sé einhver hryllileg afbökun á afstæðiskenningu Einsteins en í guðanna bænum farðu ekki að reyna útskýra þetta ef þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Einstein myndi snúa sér við í gröfinni ef hann sæi í hvaða tilgangi þú værir að nota þetta.

Þú talar um það að orka sé eitthvað sem hægt er að nota til að mynda efni og öfugt og notar til þess þessa formúlu en talar bara um 2 hluta hans en minnist ekkert á þann þriðja.

Svo smýgur þessi yfirlætistónn sem er í öllum svörum þínum hérna alveg í gegnum merg og bein.

Talar niður til allra eins og þú einn getir haft rétt fyrir þér en endar svo öll svör á “kæri vinur o.s.frv.”

Kenndu foreldrar þínir þér enga mannasiði?

Lecter svarar, ætlar hann að svara því sem ég talaði um? - ó nei:

Ég get nú svarið það Anon,

Þú átt EKKERT erindi í Guðfræði, þú ert dóni og það er ekki snefill af manngæsku í þér.

Þú ert HROKI uppmálaður og ég hef bara spjallað við sjálmglaðari mann. ÞÚ dæmir hægri og vinstri og setur þig á Kongungssæti! Hver drapst til að gera þig að þessum alvaldi með álit hér.

Þú tekur ekki einu sinni orð Biblíunar inn í jöfnuna, það er talað um að Guð sé ÓENDANLEG uppspretta af orku! Ef orka getur skapaðð massa, skapar massi (eins og í kjarnorkusprengju) milja orku.

Ég eins ætti að höggva af þér vinstri hendina, sauma hana svo aftur á þig og athuga hvernig þér mundi ganga að svara um 100 skilaboðum á einum degi.

Þú blastar mig fyrir innsláttarvitleysur og hvaðeina, þú finnur þér allt til foráttu og forskammar öll svör mín hérna inni, og þú gerir það innilega með miklum rausnarskap.

Ég missti í vinnu slysi hluta af vinstri hendi og á mjög erfitt með samhæfingu og stjórnun vinstri handar.


Ég nenni ekki að tala við fólk sem gerir ekki annað en að gera lítið úr skoðunum annara.

Guð hjálpi okkur verði þú prestur í framtíðinni!

Lecter

Næsta mál á dagskrá

Lecter:

Já,
við höfum okkar tilveru og okkar rétt, við tökum okkar ákvarðanir, sumar réttar aðrar mjög svo rangar, en við höfum eina gjöf að því hvernig við getum lifað hamingjusöm að eilífu og það er Biblían.

Lecter

Ég:

Ertu þá að halda því fram að fólk sem hefur aðra trú geti ekki verið hamingjusamt? Er ekki til frekar ljótt orð yfir svoleiðis hugsunarhátt eins og þú boðar með þessari speki?

EKKERT SVAR

Næst voru það vísindamennirnir sem áttu að styðja málstað okkar manns

Lecter:

Ef þú ert vísindalega sinnaður veist að það fanns í Indónesíu steingervingur af dverg í helli, sem kollvarpar öllum kennigum um þróun mannsins og það er alltaf verið að endurskrifa þá KENNINGU aftur og aftur?
Varstu búin að lesa þá grein? Eflaust ekki!

Eins máttu vita kæri vinu að ég er með pappíra og gögn frá vísindamönnum sem hafa fundið hluti sem stangast á við kenningar okkar nútima vísindamanna!

Þessum vísindamönnum var bannað að birta niðurstöðu vísindarannsókna sinna því þeir neituðu að fara eftir fyrirfram ákveðnum settum “BOÐUM” frá akademíunni.

Ég er með nöfnin á þessum mannfræðingum og sérfræðingum en málið er að vissar kenningar eru bara alrangar gott fólk. Þið eruð bara of heimsk til að fatta að þið eru mötuð að fáránlegum kenningum sem eiga sér einga stoð í samfélaginu!!!!

Þið trúið kenningum sem eru reiknaðar upp í líkur, og þær líkur eru eftirfarandi, 10 í 110 veldi að þróunnarkenningin gerðist eins og hún er sett fram. Níllin í þessearri tölu eru fleiri en öll atómin í okkar sólkerfi.

Þetta er vísindalega sannað gott fólk!!!!!!!

Lecter

Þarna varpar hann fram ýmsum fullyrðingum og segist hafa vísindalegar sannanir undir höndum, en fáum við að sjá þær????

Ég:

Þú talar mikið niður til fólks í því sem þú segir og boðar.
Þar fyrir utan fer það ekki manni sem kann ekki stafsetningu að tala um það að aðrir séu heimskir

Svo langar mig að minna þig á fyrrnefnda fjallaræðu Jesú, en rétt áður en hann kennir fólkinu Faðir Vorið þá segir hann eftirfarandi:

“Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. 6En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum”

Í nútímaþjóðfélagi þá hugsa ég að vettvangur eins og þessi sé ekkert síðri en samkunda eða gatnamót því vissulega safnast fólk hér saman og skiptist á skoðunum og það töluvert fleiri en á gatnamótum.

Held því að þú ættir að endurskoða aðeins hvernig þú hegðar þér hérna og hugsa þér nær…. og jafnvel skammast þín.

Langar líka að minna þig á að “sælir eru hógværir því þeir munu jörðina erfa”

Hvað þetta vísindabull þitt varðar þá er það lélegur málsstaður þegar menn hafa ekki snefil af sönnunargöngum til að styðja það sem þeir eru að segja.

Og varðandi þessi “dverga” í indónesíu þá er líka dvergþjóð í norður Afríku og þar að auki hafa þeir sem rannsökuðu þennan “týnda hlekk” þinn, komist að því að þeir voru svona litlir vegna þess að fæða var þarna af skornum skammti og því minnkuðu þeir með tímanum eftir því sem þeir þróuðust áfram til að minnka fæðuþörfina.

Efist þú eitthvað um sannleiksgildi þessa þá mæli ég með ferð uppí Árbæjarsafn, þar skalt þú prófa að leggjast uppí rúm sem gerð voru fyrir íslendinga fyrir ekki nema örfáum hundruðum ára síðan sem eru svo lítil að maður undir meðalstærð er of stór fyrir rúmin.

Fyrst með getum stækkað, afhverju ekki að minnka.

Með kveðju,

EKKERT SVAR

Hérna er nú bara stiklað á stóru, svona var þetta allt saman, fullt af fullyrðingum en engin svör þegar eftir þeim var leitað.

Ef einhver hefur nennt að lesa þetta allt saman þá óska ég honum til hamingju.

annars þakka ég bara fyrir mig og hér með er samskiptum mínum við þennan mann lokið, ég mun ekki reyna frekar að fá eitthvað af viti uppúr honum.