næstum allar folk.is og blog.central síðurnar séu fullar af svona “kvitta í gestó;)” settningum út um allt og ég verð bara að nöldra aðeins um það..
Ég meina, fólk veit alveg að eigendurnar vilja að þú kvittir og látir vita einhvernvegin að þú hafir verið þarna inná og lesið allt draslið þar. ..
Þetta er alveg tilgangslaust! Ég meina, það langar engum meir að skrifa í gestabækur eða skoðanir þegar það er hálfvegis búið að neyða mann til þess! Þetta er eins og stigin hérna á huga, allveg tilgangslausir hlutir sem sumir gera hvað sem er fyrir!
Það er líka óþolandi þegar fullt af fólki sem maður þekkir ekkert og vill örugglega ekkert kynnast manni eða neitt kemur með svona “frábær síða og gangi þér vel með hana! Kvittaðu svo hjá mér líka;)” gestabókadót. [ Það er enginn tilgangur í þessu!!
Ég er ekki að reyna að mógða neinn og ég veit að það þetta á ekki við um allar síður en samt nokkrar og í alvöru, nokkrar er alveg nóg
(Ég veit að þetta er ekki beint skrifað á vönduðu máli en ég nenni bara ekki að vanda mig)
Born to talk - forced to work