Það ætti í raun ekki að þurfa að bæta við svar Dhrazars… en samt ætla ég að bæta við.
Í fyrsta lagi, ef fullyrðing þín átti við um efnið í greinunum sjáfum, og þú hafir ekki lesið svar mitt við eigin fullyrðingu, er það svo fáránleg fullyrðing að hún krefst ekki svara.
Það er álíka fáránlegt að segja að erfitt sé að vera frumlegur um titil. T.d. í 30-nemenda bekk, þar sem allir skrifa ritgerð um Loka Laufeyjarson, getum við búist við mörgum mismunandi titlum þar sem nafn Loka er ekki innifalið, t.d. “Rógberi ásanna”, “Frumkvöðull flærðanna”, “Hinn svikuli Guð”, “Dularfyllsta goðvera norrænnar goðafræði” o.s.frv. o.s.frv.
Margar bækur hafa verið skrifaðar um efni afstæðiskenningarinnar, t.d. “Black holes and time warps”, “Space, time, and gravity”, “The First Three Minutes: A Modern View of the Origin of the Universe…”, “Gravitational Curvate”, “Gravitation and Spacetime” og “Flat and Curved Space-Times”. Eins og þú sérð inniheldur enginn þessara titla orðin “relativity” eða “Einstein”.
Þó er meginástæðan fyrir að þetta fór svona í taugarnar á mér að allar greinarnar nema 2 (og þá er bætt við orðinu “(sápu)persóna”) innihalda einungis orðin “elska” og “hata” í einhverri mynd, ásamt samtengingunni “og” og það telst varla vera efnisorð. Það hefði svo auðveldlega verið hægt að hafa t.d. lýsandi undirtitil, sem er þeim mun skárra en að hafa aðeins þessi tvö umræddu orð.
P.S. óþarfi að vera með persónuárási