Ég á hinsvegar Ipod en ekki Ipod mini og á þeim finnst mér stór munur. Ég þarf ekki að kvarta vegna batteríanna í Ipod, en áður en ég keypti mér minn var ég einmitt með Ipod mini í láni og þó það sé sumstaðar gefið út að batterí-in í þeim endist jafnlengi er það bara ekki satt. Sérstaklega í miklum kulda.
Að mínu mati er Ipod shuffle ekkert betri en einhverjir Sony mp3 spilarar. Shuffle er ekki með skjá, sem getur verið böggandi, en það er aðallega hvað það komast fá lög í hann. Vissulega tekur því ekki að hafa skjá á shuffle þess vegna, þú ættir að þekkja öll lögin sem þú lætur í hann. En mér finnst rosalega böggandi að geta ekki látið öll lögin mín í spilarann í einu.
Ég væri alveg til í að eiga shuffla ef ég fengi hann ókeypis, örugglega fínt að eiga hann með Ipod eins og þú segir. En ég myndi aldrei borga fyrir hann.