Nulleinn var bara svipuð unglingasíða og Hugi.is er í dag. Þetta var bara spjallsíða fyrir ungt fólk um allt sem skiptir engu máli. Það eina sem var vinsælt þar var dagbókin þar eða bloggið eins og það kallast í dag en þar var hægt að setja inn myndir ókeypis inná eins og með bloggið á huga en bara jpg. Huga bloggið er betra enda er hægt að setja inn bæði jpg og gif myndir.
En á síðustu dögum þar þá var voða lítið gestainnkoma að ég held að umsjónarmenn núlleins sem reyndar voru löngu hættir að vera eins virkir umsjónarmenn og umsjónarmenn huga.is hafi bara ákveðið að slökkva á þessu.
Það er líka komið svo mikið af öðrum skemtilegri heimasíðum með spjallkerfum að núlleinn var farinn að dala í vinsældum.
Ég var nú bara að sýna þér efstu fyrirsögnina.
Þessi fyrirsögn að ofan sem þú bentir á er reyndar eftir mig hahahaha. Reyndar er þetta af mánaðargömlum lista sem þar var. Ef mig minnir rétt þá var allt önnur fyrirsögn kominn inná áður en núlleinn dó.
En ég var með notendanafnið þar Andfýla Drekans og ég var einmitt að tala um hvað allt er orðið tómlegt á þessu vefsíðu og var því að spyrja hvort núlleinn.is væri dauður af því að ekkert hafði verið lagað þar í mörg ár. Þeir sem eru fastagestir núlleinn voru sífelt að segja mér að halda kjafti og hætta þessu þusi um að núlleinn sé að deyja en núna hljóta þau öll að iðrast það því ég var einfaldlega að vara þau við þessu að með þessu fólksfækkun þá spáði ég alltaf endalok núlleins.is sé að nálgast.
En engin hlustaði á mig af því ég þótti svo óvinsæll og leiðinlegur af því ég var sífelt að vara umsjónarmenn við því ef þeir fari ekki að laga núlleinn þá fækki þar enn fleira af fastagestum. Og allflestir sem voru á móti mér sögðu mér að núlleinn nyti friðhelgi og það mætti ekki snerta neitt þar. Ég veit þetta var ansi steikt fólk þarna mikið af rugluðu liði þarna sem ég þurfti að þola. Ég var eiginlega heiðurgesturinn þarna en margir á undan mér höfðu hætt að koma á vefsíðuna og ég var orðinn sá eini af “gömlu” gestunum sem hafði komið þarna inná oftast. Á síðustu dögum komu oftast svona þrjár til fjórar manneskjur á viku á heimasíðuna miðað og það segir okkur hversu verulega óvinsæl vefsíðan var orðinn.
En nú er það um seinan. Það þýðir ekkert að kenna mér hvernig fór.
Kennið umsjónarmönnunum núlleins frekar hvernig fór af því þeir nenntu ekki að sinna kalli mínu um að endurbæta núlleinn.is.