Ég lít á málið þannig að ef maður er skildur einhverjum í 5 eða 6 lið t.d. þá er það frændi eða frænka manns. En samt talar maður ekki um manneskjuna sem frændaeða frænku. Fólk sem maður hittir á ættarmótum, fermingum, jólaboðum og fleira í þeim dúr er fólk sem maður kallar frændur og frænkur.
Ég er skild kærastanum mínum í 6 ættlið og hann mér í 7 ættlið og ég hef aldrei séð hann á ættarmótum. Ég held að það sé nú ekki hægt að segja að maður sé skildur ef það er í 5 eða 6 ættlið.
Ef maður væri að pæla of mikið í þessu á íslandi væri varla hægt að deita nein hérna, lang flestir skildir manni í 8 ættlið.
En t.d ef ég teki gamla bekkinn minn úr grunnskóla er helmingurinn skildur mér í 5 ættlið samt hafði ég aldrei séð þetta fólk á ættarmóti.
Nei, en ég fletti uppá öllum Svanhildum sem eiga afmæli 4.september… Hélt satt að segja að þú værir eldri, kannski er það svo, en ég fann bara þessa þarna fædda '92…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..