Nú styttist í hápunkt sumarsins, fjölskylduhátíð Landssamtakanna Þroskahjálpar sjálfa Steinstaðahátíðina. Verður hún haldin helgina 17.- 19. júní og mun Félag áhugafólks um Downs-heilkenni eiga veg og vanda að skemmtidagskrá.
Skólahúsnæðið sem við höfum haft til afnota hefur verið endurnýjað og er afar glæsilegt. Nú er t.d. boðið upp á gistingu í herbergjum í stað svefnsala.
Sætaferðir verða að venju frá skrifstofu Þroskahjálpar.
Vegna styrks frá Pokasjóði getum við boðið upp á sama verð og í fyrra 2.500 kr. fyrir fullorðna og 800 fyrir börn. Innifalið í verðinu er gisting inni eða á tjaldstæði og grillveisla. Eins verður hægt að halda aksturskostnaði í lágmarki af sömu ástæðu.
Tilkynnið þátttöku fyrir 10. júní!
Hringið í Ástu í síma 588-9390 eða asta@throskahjalp.is og tilkynnið þátttöku, því fyrr, því betra!
Dagskrá:
östudagur: Farið frá Reykjavík kl. 17:00
Svæðið opnað kl. 20:00
Sundlaugin opin
Laugardagur:
Hátíðin sett kl. 14:00
Hestarnir mæta á svæðið
Leikir og gaman
Kveikt í kolunum kl. 18:00
Grillveisla
Skemmtun – söngur – gaman – Félag áhugafólks um Downs heilkenni sér um fjörið
Varðeldur – meiri söngur og meira fjör
Sunnudagur: Hátíðinni slitið í Reykjakirkju kl. 12:00
Þátttöku, gistingu og rútu þarf að skrá hjá Þroskahjálp – sími 588-9390 eða asta@throskahjalp.is FYRIR 10. JÚNÍ
Mig vantar ferðafélaga! komdu með mé