Örbylgjuofninn okkar er innbygður í venjulega ofninn svo þetta er ekki lítið apparat, nema að eitthvað tannhjól í ofninum er orðið svo eytt að ég get ekki notað örbylgjuofninn lengur.. svo ég byrja að kíkja á hvernig á að laga þetta, tala við frænda minn sem er góður í þessum málum og svona. Á endanum er ákveðið að komast að því nákvæmlega hvernig ofn þetta er og fara uppí Smith & Norland og kaupa nýtt svona tannhjól.
Í fyrsta lagi var HRYLLILEGA mikið mál að ná þessum helvítis ofni út og svo að koma honum aftur inn, sérstaklega þar sem ég var einn að gera það og svona ofn er ekki léttur.
Svo þegar ég loksins er búinn að þessu og fer uppí Smith og Norland þá selja þeir ekki verahluti fyrir þessa ofna, við yrðum að kaupa nýja klukku í heila lagi en það kostar 35þúsund og ég yrði að bíða í 3-4 vikur…
cu