Vá, þetta er ekkert smá gamalt!
Ábyggilega 10 ár síðan þetta gerðist.
Þessi “fréttakona” (sem í raun var ljósmyndari fyrir slúðurblað, s.s. paparazzi) hafði elt hana milli landa og var að taka myndir af syni hennar, þrátt fyrir að Björk hefði margbeðið hana að láta son sinn í friði.
Þegar hún kom út úr vélinni og sá þessa konu enn einu sinni að rembast við að taka myndir af henni og syni sínum, brást hún svona við.
Lái henni hver sem vill.
Mér fannst þetta rosalega gott hjá henni á sínum tíma og finnst enn. Ég hefði líklega gert það sama og finnst reyndar magnað hvað frægt fólk lætur bjóða sér. Þessir snápar eru að troðast inn í þeirra einkalíf.
Sem dæmi um hvað þeir eru orðnir kræfir…
Lindsay Lohan lenti í árekstri í fyrradag ekki ýkja langt frá þar sem ég bý, þegar paparazzi keyrði á bílinn hennar afþví hann var að missa af henni (hann var handtekinn og sakaður um ‘assault with a deadly weapon’; bíll er álitinn vopn þegar hann er notaður í þessum tilgangi).
Svona hegðun hefur verið látin viðgangast alltof lengi of mér finnst að fleiri ættu að taka Björk sér til fyrirmyndar í þessu samhengi.
Alec Baldwin t.d. lumbraði á ljósmyndara fyrir 10 árum, sem var að reyna að ná myndum af nýfæddu barni hans. Ljósmyndarinn fór í mál, en tapaði málinu. Sean Penn hefur líka danglað í nokkra snápa. Allt gott um það að segja. Þessir snápar eru viðbjóður.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.