Opnar skjalið.
hægri smellir á myndina og velur Options.
Þar undir velurðu svo Filters í trénu vinstra megin. Þar undir smellirðu á Audio Switcher.
Þá sérðu hægra megin Audio Time Shift (ms).
Settu hak þar í og sirkaðu á tímann sem þú heldur að hljóðið sé off. Í flestum tilfellum eru það frávik sem hlaupa á 250ms. Þannig að oftast er það 250, 500, 750, 1000 osfrv.
Prófaðu þig bara áfram þar til þetta er komið.
Ef það breytist og fer meira útúr sync eftir því sem á líður, þá er líklegt að videoið sé með rangt framerate miðað við lengd hljóðrásarinnar. Þá geturðu oftast notað VirtualDub til að laga það án þess að encoda aftur.
Þá opnarðu í vdub, ferð svo í Video, velur Frame Rate og tékkar á því hvort raunverulegt framerate sé annað en ‘change so audio and video durations match’ eða hvað það nú segir. Ef það er munur þar á, þá bara velurðu þetta seinna, setur bæði video og audio á Direct Stream Copy og ferð svo í File og Save As. Nýja skjalið ætti þá að vera í sync.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.