ég er ógeðslega pirruð, ég er að fara í tilgangslausustu próf í heimi á morgun! þau eru tilgangslausari en samræmduprófin, þessi próf kallast vorpróf, eru 2 vikum eftir samræmdu prófin og ég tek 6 próf á einu bretti, og hvert og eitt próf vegur 20% af vetra einkunnunni minni! (finst engum það of mikið) samræmduprófin eru mest ofmetnustu og að sumra mati tilganglausustu próf í heimi, og með þessum blessuðu vorprófum er skólinn minn að sanna tilgangsleysi samræmduprófana.
Hver kannast ekki við það á sunnudagsmorgni að vakna ógeðslega þunnur? ég veit að margir kannast ekki við það en þeir sem kannast við það. eru eitt af fyrstu orðunum “jæja nú hætti ég að drekka”? mér er spurn! ég hef oftar en 5 sinnum vaknað þunn, ég hef líka oftar en 5 sinnum sagst vera hætt að drekka! ég hata þynnku! (óþarfi að koma með comment um það hvernig komið er í veg fyrir þynnku, ég kann fleiri en 100 aðferðir)
En til að bæta gráu ofan á svart vaknaði ég´i morgun með þá mestu hálsbólgu og það mesta kvef sem ég hef vengið í mörg ár! þannig að ekki nóg með það að ég sé að fara í e-r tonn af prófum á morgun heldur gat ég ekkert lært undir þau því ég var rúmlyggjandi í dag! það að þurfa að staulast 4 metra í tölvuna mína reyndist mér erfiðara en margir geta ímyndað sér!
Ég hata sunnudaga, ég hata sunnudaga meira en ég hata mest hataða vikudaginn sem er jú mánudagur, því það er amk þriðjudagur á eftir mánudegi.
Kv. Nöldur Bínus *tekur brjálæðislegt hóstakast og bölvar*
__________________________________