Smá nöldur.
Jæja, ég er með planað ferðalag í næstu viku, og þess vegna þurfti ég frí frá vinnu og ég fæ konuna sem að vinnur á móti mér að skipta við um helgi, svo ég fái frí um helgina. Hún játar því og allir glaðir.
Þetta föstudagskveld byrjaði venjulega, það var gott veður, mamma og pabbi fóru burt yfir helgina, svo ég þarf að passa litla bróður minn. Ég fæ mér flatböku í kvöldmat, fer í bíó og svona og er tilbúinn að fara uppí rúm um tvöleitið. Enda vinna klukkan 9 morguninn eftir.
Áður en ég fer að sofa, kíkji ég í tölvuna, og tala við félaga minn sem vinnur næturvaktir, það samtal endar þannig að ég og 2 aðrir vinir mínir fara til hans í vinnuna og við erum hjá honum til hálf fjögur u.þ.b. Strax þegar ég kem heim, fer ég að sofa, enda þurfti ég að vakna í vinnu klukkan átta.
Ég gat ómögulega sofnað, og þegar klukkan var um fimm leitið, ligg ég uppí rúmi og horfi á loftið, andvaka. Svo ég fæ góða hugmynd, ég byrja að horfa á uppistand með Eddie Izzard(snillingur) og sofna yfir því, eins og ég geri oft. En ég enda með að horfa á allt standup-ið hans. Eftir að það klárast ákveð ég að sleppa því hreinlega að sofa, og bara horfa á Lost til svona hálf átta, fara í sturtu og mæta kátur í vinnuna.
Ég stíg úr sturtunni um átta, og þegar ég ætla að raka mig, tek ég eftir að pabbi hafði tekið rakvélina mína. Þá verð ég nett pirraður en læt það ekki á mig fá. Ég fæ mér kókópöffs glaður á brag og horfi á Family guy. Hálf níu legg ég af stað labbandi í vinnuna, því það tekur mig 25-30 mín að labba þangað. Og þegar ég mæti glaður í vinnu, er konan sem ég skipti um helgar við, mætt í vinnuna.
Og ég var ekki að fatta neitt. Hélt fyrst að hún hefði hætt við að vinna fyrir mig næstu helgi eða eitthvað. Nei, nei, svo segir hún “Ég sagði við þig á fimmtudag að þú þurftir ekki að vinna fyrir mig, en ég ætlaði samt að vinna fyrir þig.”
Og jesús hvað ég varð pirraður, búinn að vaka alla helvítis nóttina, fyrir ekkert. Hún segir mér að fara bara heim að sofa, og ég bara brosti og sagðist ætla að gera það. En ég hreinlega gat ekki farið að sofa nema að ég nöldraði smá.
Ef að einhver entist í að lesa þetta allt er boðskapurinn í þessari sögu tvískiptur.
#1. Sama hversu óskýrt samstarfsfólkið þitt talar og hversu hvimleitt það er venjulega, er gott að veita því athygli þegar það talar við þig.
#2. Ég er viðbjóðslega óheppinn.
Og nú ætla ég að sofa.