hehe, ég sá þetta ekki.
annars þoli ég ekki þegar strákar (oftast strákar) eru að væla um að feministar vilji aðeins kvenréttindi og að feministar séu bara einhverjar “trukkalessur sem fá aldrei að ríða”, eða ganga jafnvel svo langt að segja að þeir séu réttdræpir, að það eigi að drepa þá alla.
Þetta er náttúrulega bara merki um þvílíkan óþroska. Ég er feministi, og ég er mjög stolt af því. Ég vil ekki að konur hafi meiri réttindi en karlar, ég vil auðvitað bara jafnrétti. Það er alls ekki hægt að segja að það sé jafnrétti í heiminum í dag, ég ætla ekki einu sinni að fara útí launamisrétti og þau mál, hvað þá ástandið í arabíu og þeim löndum. Ég mæli með að þeir sem hafi eitthvað að segja gegn því lesi bækur sem konur sem hafa sloppið úr þessari ánauð hafa skrifað.
Málið er bara að heiminum vantar feminisma, heiminum vantar jafnrétti. Sem feminsmi snýst akkúrat um.
Einhver nefndi líka hvort að karlar mættu þá bara ekki berja konur. Það er náttúrulega bara ekki rökrétt þar sem karlar eru mun sterkari líkamlega en konur og geta auðveldlega rotað konur í einu höggi. Það er líka að mínu mati eini kosturinn sem karlar hafa yfir konur, ekki misskilja mig, ég er alls ekki að segja að konur hafa fleiri kosti en karlmenn. það sem ég vil og ég virkilega vona að allir vilja er jafnrétti. Þess vegna er ég feministi.