Vinsamlegast komdu með útskýringar.
Ég veit að læknar gera oft þau mistök að líta á allt “nýtt” sem sjúklingurinn gerir sem ástæðu kvillans og leita ekki lengra.
Mér þætti gaman að sjá vísindalegar útskýringar á þessu, þar sem hér í BNA væri sjálfsagt búið að lögsækja hvert það fyrirtæki til helvítis, sem framleiddi vörur sem hefðu svona afleiðingar.
Að mér læðist sá grunur að læknirinn hafi ekki getað fundið ástæðuna og því bara sagt “þetta skemmdi meltingarveginn”.
Meltingarstarfsemi skemmist ekki á því að borða próteinduft í fljótandi formi.
Hugsum þetta aðeins rökrétt…
Ef þetta er satt sem þú segir (og ég er ekki að saka þig um lygar, ég dreg ekki í efa að læknirinn hafi sagt þetta, vitlausari hlutir hafa nú gerst), þá verðum við að líta á sambærilegar vörur til að finna orsökina.
Sambærilegar vörur yrðu því allar þær þúsundir af mismunandi próteinduftum og næringar'shake'vörum sem framleiddar eru um víða veröld. Þar sem sambærilegar ásakanir hafa aldrei verið bornar upp á neinn þeirra, verðum við að líta svo á að próteinduftið sjálft geti ekki verið orsökin heldur eitthvað annað.
Í Herbalife shake er protein, vítamín og steinefni. Til viðbótar við það, eru nokkrar jurtir sem notaðar hafa verið af mannkyninu með góðum árangri í árhundruð, jafnvel árþúsund.
Þar sem við getum álitið sem svo að próteinduftið sjálft sé ekki orsökin heldur eitthvað ‘annað’, er aðeins um tvennt að ræða:
einhverja af þessum jurtum sem þá myndu hafa áhrif á fleiri en bara mömmu þína, sem þá myndi verða til þess að rannsókn á efnunum yrði gerð (umfram þær sem þegar hafa verið gerðar) sem myndi leiða orsökina í ljós. Um leið og það gerðist væri matvælaeftirlitið komið á bakið á framleiðandanum og myndi jafnvel banna sölu jurtarinnar til neyslu. Á þeim 25 árum sem Herbalife hefur starfað, hefur aðeins ein vara verið tekin af markaðnum vegna einhvers af þessum toga og það voru Green töflurnar, þar sem þær innihéldu Ephedrine. Það skal tekið fram að Herbalife tók vöruna af markaði löngu áður en matvælaeftirlitið fór fram á að hún yrði bönnuð. Tugmilljarða fyrirtæki má ekki við neikvæðri umfjöllun um vörurnar, síst af öllu ef þær geta skaðað heilsu fólks (þetta er jú heilsuvörufyrirtæki).
hin orsökin, sem mér finnst töluvert líklegri, er að móðir þín hafi látið eitthvað annað ofan í sig sem var orsökin fyrir kvillunum. Það kann að vera að einkennin hafi magnast við neyslu jurtanna, en það þýðir ekki að jurtirnar sjálfar hafi valdið kvillanum til að byrja með. Svona eins og þegar þú skrifar á spegil með puttanum, en það sést ekki fyrr en móða sest á hann. Ef einhver sá þig ekki skrifa á hann, þá er ekki eðlilegt að viðkomandi hrópi upp yfir sig og segi að móðan hafi skrifað á spegilinn. Skilurðu hvað ég er að fara? Margir þættir stuðla að loka niðurstöðunum. Það þýðir ekki að það sem gerði þær sýnilegar hafi valdið þeim.
En, ég er ekki læknir og heldur ekki næringarfræðingur. Ég er bara einstaklingur með talsverða þekkingu á viðfangsefninu sem kann að hugsa rökrétt án fordóma.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.