Ég er virkilega fúll þessa dagana.
í fyrsta lagi virðist það vera sama hvaða skít þessi ríkisstjorn hellir yfir okkur, við erum alltaf búin að gleyma því eftir nokkra daga og farinn að leika okkur í honum. Fyrst samþykkja þeir feitt eftirlaunafrumvarp sem að 80%þjóðarinnar er á móti, en eftir 5-6 daga þá er þjóðin skælbrosandi út að eyrum og búin að gleyma þessu öllu þó að þetta muni kosta okkur helling. Svo á að gera svakaega gott frumvarp um breytingar á eldsneytisgjaldi. Allt virðist vera rosa gott og samkvæmt heimildum þá á díselolía að vera aðeins lægri en bensín (díselolia mengar mun minna) og þungaskatturinn færður inn í olíugjaldið. þegar svo frumarpið er orðið að lögum, þá er allt í einu orðið dýrara að kaupa dísel en bensín. nú, þjóðin verður brjál, en sem fyrr stendur það bara í 5-6 daga, svo eru allir búnir að gleyma þessu. Ríkisstjórnin er fyrir löngu búin að sjá það að þeir geta gert allt það sem þeim sýnist, því að það verður allt um garð gengið á viku og þá minnist enginn á það meir.
í öðru lagi þá er ég ekki sáttur við alla þessa “gervi” öryrkja sem á landi okkar búa. Ég veit það vel að hér eru margir öryrkjar sem eiga um sárt að binda og eru í raun öryrkjar og langar ekkert frekar en að fara út að vinna eins og þeir sem ekki eru öryrkjar. En, svo, er til hellingur af fólki sem nennir ekki að vinna, gerir sér upp einhvern verk og ekkert er hæt að finna út úr neinu þannig að viðkomandi fær stimplað vottorð um að hann sé öryrki og megi aldrei vinna framar. Nú, ég hef heyrt að öryrkja bætur séu ekkert til að hróp húrra fyrir, en séu samt betri en laun flestra iðnnema og verkamanna. Eitt dæmi sem ég þekki hér af mínum heimaslóðum er af nágranna mínum. Hann er öryrki og má ekkert vinna. Konan hans er einnig öryrki og má ekki vinna heldur. Karlinn er slæmur í mjöðm og getur vart gengið. Samt tókst honum fyrir jól að komast upp á þak á húsinu sínu og planta þar geðveiku magni af seríum. Samt tókst honum eina helgina að hlaupa á eftir konunni sinni, sveiflandi hækjunni fyrir ofan haus, hótandi að berja hana með henni, nokkra hringi kringum húsið. Svo eru bæturnar það lágar að þau verða að láta sér nægja 2 bíla. einn glænýjan Toyota Yaris og einn amerískan pickup(2005 árg) á 5,4 milljónir….. Er þetta hægt? Hversu lengi eigum við sem heil erum að borga fyrir svona pakk????