Iss, það er ekkert…
Síminn hér heima er skráður á móður mína, en GSM síminn hans pabba og internetið eru skráð á vinnuveitanda hans. Ég byrjaði á því að hringja í Simnet og bað um að fá þetta ADSL 6000. Ég talaði þar við konu sem sagðist geta reddað þessu ef það væri faðir minn sem hringdi, en ekki ég. Allt í lagi. Faðir minn hringdi svo í Simnet en þá var honum tjáð að við þyrftum að sækja um á netinu. Við förum á vefsíðuna þar sem stendur að það eigi að fara niður í verslun símans eða þá að hringja í þjónustuver til að panta. Á hinn bóginn stendur líka að það þurfi að sækja um hjá þjónustuvef Símans ef síminn er skráður hjá atvinnuveitanda. Við gerðum það og áttum að fá lykilorð sent innan 3ja virka daga. Það kom eftir heila viku. HEILA VIKU. Jæja, gott og blessað, við skráum okkur inn og reynum að koma þessu í gegn þar. Þá kemur í ljós að við getum það ekki, einmitt út af þessum sömu vandamálum. Ég hringi í þjónustuverið og mér er tjáð að ég verði bara að sækja um í næstu verslun Símans.
Alveg út í hött…