Ég ætla ekki að særa blygðunarkennd nokkurs þannig að ég skrifa bara *eitt stórt og ljótt blót* þið megið síðan skálda inn í!!!!
En já ég er ógeðslega pirraður, þetta verður ömurlegur dagur!
Í fyrsta lagi:
Ég keypti mér síma fyrir nokkrum mánuðum (hjá OGVodafone), gerið Nokia 3220 eða eitthvað á 17 þúsund kall, fannst ég hafa gert góð kaup, en neii eins og með öll þau kaup sem ég geri þá mistakast þau, svona viku eftir að ég fékk símann fór hann að bila (ég fór extra vel með hann), ég gat ekki kveikt á honum þurfti ég að taka batterísandskotann úr símanum og setja það í aftur, hefur þetta gerst nokkrum sinnum. En núna í morgun gerðist þetta aftur, ég gat ekki kveikt á honum, prófaði ég fyrrnefnda aðferð en hún virkaði ekki, þá prófaði ég að taka símakortið líka úr og viti menn það virkaði helvítis símafjandinn fór í gang en núna voru öll göng farin að síman, allt horfið, hann var galtómur (fyrir utan símaskránna og nokkra leiðinlega leiki), ég ætlaði að brjálast, allar myndirnar, allir tónarnir (btw ég var búinn að finna “kúl”aðasta tón í heimi) og allt farið aaarrrrgghhhhhhh!!!!!!!!!!! Nú verð ég að fara að finna ábyrgðina á þessu helvíti svo ég geti lagað þetta (og ég er alveg viss um að ég finn hana ekki), getur maður aldrei keypt hluti sem virka!!!
Í öðru lagi:
Ég keypti mér einnig nýjan gítar fyrir nokkrum mánuðum, í Hljóðfærahúsinu af gerðinni Ibanez Artcore á 55 þúsund, það var reyndar sýningargítarinn en hann er svo flottur að ég stóðst ekki mátið (síðan var hann líka á réttu verði), hann var samt alveg eins og nýr, síðan fyrir nokkrum vikum þá var ég að spila á hann tengdan í magnarann minn þegar ég hætti að spila á hann og tók hann úr sambandi fara þá ekki allar rærnar og festingarnar sem halda “jack-inu” (eða innstungunni eða hvað sem þetta heitir) á gítarnum (þá er ég að meina þar sem þú setur snúruna í gítarinn eða þetta hérna svo allir viti hvað ég er að tala um <a href="http://www.imageshack.us“><img src=”http://img236.echo.cx/img236/9855/bilun2ku.jpg“ border=”0“ width=”640“ alt=”Image Hosted by ImageShack.us“ /></a> ) og snúran inn í gítarnum (þetta er sko hollowbody gítar) fer eitthvert lengst inn í hann og nú get ég ekki sett hann í samband, þetta hefur gerst áður og þó fór ég með hann í hljóðfærahúsið að láta þá ”laga" þetta (fann náttúranlega ekki ábyrgðina þannig að ég þurfti að borga 3000 kall) þar var nú ekki betur gert en að mánuði seinna gerðist þetta aftur, afhverju getur maður aldrei fengið almennilega þjónustu hér á landi.
Og í þriðja lagi:
Þessi bévitans Ingibjörg þurfti endilega að vinna formannskjörið, nú er alveg víst að samfylkingin er búinn að missa atkvæði mitt í næstu kosningum (það fer til VG).