Ég er reyndar á mac hérna en held að iTunes fyrir mac og iTunes fyrir PC sé nákvæmlega sama tóbakið þannig að þú gerir þetta svona.
Þú einfaldlega velur lagið/fælinn í iTunes lagalistanum og hægri klikkar og smellir á Get Info eða eitthvað álíka. Þar ættir þú að fá upp fjóra “tabs” sem stendur á Summary, Info, Options, Artwork. í Options tabbinum er síðan dæmi sem stendur start time og stop time. Nú er reyndar eitt sem ég veit ekki (hef aldrei notað þetta) en það er hvort þú getir klippt lagið og síðan seivað það eða bara hvort það verði áfram jafn langt en iTunes stoppi það bara á sérstökum tíma sem ég gæti vel trúað. En ef þú ert bara að reyna að klippa endann/byrjun af lagi og nota iTunes til að hlusta á það þá ætti þetta allavega pottþétt að vera rétta leiðin fyrir þig vinur.
Annars er alltaf hægt að fara á www.versiontracker.com eða www.download.com eða eitthvað álíka (mæli eindregið með versiontracker) og bara leita af freeware/shareware forriti sem gerir eitthvað álíka.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson