Reykjavík Rocks, tveggja kvölda tónlistarhátíð í Egilshöll Hátíðin Reykavík Rocks verður haldin í fyrsta skipti í sumar. Þetta er að sögn skipuleggjenda tveggja kvölda tónlistarhátíð, en fyrri tónleikarnir, með Duran Duran, fara fram fimmtudaginn 30. júní og hinir seinni, með Foo Fighters og Queens of the Stone Age, þriðjudaginn 5. júlí.
Hátíðin var kynnt á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær. Aðstandendur hennar segja að hugmyndin sé nokkurra ára gömul. Markmiðið með hátíðinni sé að skapa árlega tónlistarhátíð í Reykjavík, sem bjóði upp á rjómann af þeim hljómsveitum sem komi fram á hátíðum í Evrópu, eins og Hróarskeldu, Glastonbury og Reading. “Tónlistarhátíð virðist í mörgum tilfellum vera meira spennandi kostur að mati tónlistarmannanna og gesta, auk þess að í faginu þykir tilvist slíkrar samkomu til marks um þroskaðan markað fyrir lifandi tónlistarflutning,” segja aðstandendur hátíðarinnar.
http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1138011