Ég held að “halt” sé ekki til í íslensku máli. Ekki í neinni beygingarmynd nokkurs íslensks orðs.
Hins vegar er þetta enskt orð, nokkuð viss um að orðið sem ég meina sé stafsett þannig. Dæmi:
“Halt! Who goes there?”
Í þessu tilviki myndi það því þýða “stans”. Ég held að þú hafir alls ekki verið að koma með þessa enskuslettu, svo ég ætla að benda þér á að þessu var haldið fram.
Talandi um enskuslettur, þá vil ég benda þér á að orðið actually er ekki skrifað actuly.
Fyrst ég er búinn að leiðrétta hjá þér nokkur orð er ekkert sem stendur í veg fyrir það að ég haldi áfram. Þegar maður talar um vikur, vil ég segja þér að það er talað um þrjár vikur, með r-i í endann. Hins vegar er talað um þrjár og hálfa viku, með engu r-i í endann. Þar sem ég kann reyndar ekki regluna að baki þessu get ég ekki útskýrt þetta betur fyrir þér. Þó má nefna að í fyrra dæmi mínu réð orðið “þrjár” beygingu orðsins “vikur” en í seinna dæminu réð orðið “hálfa” beygingu orðsins “viku”.
“Hann segir að það tekur hálft ár að fá þetta” hljómar bara illa. Ég myndi frekar veðja á að hann hafi sagt að það tæki hálft ár að fá þetta.
Að lokum vil ég bæta við að þetta var ekki vel gert hjá þjónustuaðilunum. Kvartaðu!