Er ekki málið að vera með smá diss í garð vinnuveitenda sinna núna? Eflaust höfum við flest eitthvað að setja á einhvern af okkar vinnuveitendum og ætla ég að brjóta ísinn með útlistun á einum þeirra sem ég hef starfað hjá:

1. Réð í vinnu strák á sínum tíma sem var nýbúið að handtaka fyrir stuldur í öðru fyrirtæki. Eina ástæðan sem hann fékk vinnu strax í þessu fyrirtæki er að móðir stráksins og þessi umræddi vinnuveitandi þekkjast. Heimsk/ur vinnuveitandi? já.

2. Auglýst var verslunarstjórastaða og ræður svo algjörlega óreyndan mann í starfið sem reynist svo argasta fyllibytta og lá gjarnan dauður sofandi úr sér uppá skrifstofu. Ekki kom til greina að ráða vanan mann eða leyfa einhverjum þeirra sem fyrir unnu hjá þessu fyrirtæki að fá þessa stöðu. Heimsk/ur vinnuveitandi? já.

3. Setur lágmarks aldursreglu hvað ráðningar varðar sem er 17-18 ára en ræður svo 15 ára son sinn örstuttu seinna. Gott fordæmi? Nei.
Þessi umræddi sonur stelur svo frá fyrirtækinu verulegri fjárhæð og er svo rekinn. Gott og blessað. En fór þetta til lögreglunnar? Nei. Hefði þetta farið til lögreglunnar ef þetta hefði ekki verið sonur hennar? Ójá.

Þetta er bara brot af því sem þessi umræddi vinnuveitandi er búin/n að gera af sér og er þá ekki tekið til athugunar hve ógeðslega fordómafull/ur viðkomandi er.

Nú spyr ég: Hafið þið lent í slæmum vinnuveitendum? Komið með ykkar sögu :)
-axuz