Þessi skoðun mín byggist alfarið á minni eigin sannfæringu, ég hinsvegar vitnaði í setningu sem mér fannst eiga vel við og lýsa á góðan hátt því sem ég var að reyna koma frá mér, þetta er ekkert í fyrsta skipti sem ég geri það, ég hef vitnað í íslendingasögur, ljóð og ýmis önnur bókmenntaverk sem gerð hafa verið.
Ég hef þar að auki vitnað í ýmsar persónur í mannkynssögunni, það að ég skuli vitna í aðra til að koma minni sannfæringu frá mér breytir því ekki að þetta er mín sannfæring samt sem áður.
Svo við tökum þetta til dæmis, þá var ég að lesa þráð þar sem mér fannst ákveðnir aðilar vera að setja útá manneskju fyrir að gera hluti sem þeir gerðu sjálfir mjög oft.
Þá varð mér hugsað til máltækisins um flísina sem ég hafði heyrt og hafði í raun aldrei tengt neitt sérstaklega við biblíuna.
Ég fór á leit.is og fann þessa tilvitnun og bætti henni aftan við það sem ég var að segja til áhersluaukningar.
Svo koma menn eins og þú og halda því fram að þar sem að ég hafi fengið þessa tilvitnun á einhverjum stað sem ekki er þeim þóknanlegur þá sé gildi boðskaparins eitthvað verri en ella, það sér það hver maður hvað þetta er heimksuleg röksemdafærsla enda ertu fyrir löngu síðan komin í þrot með að reyna verja þessa fáránlegu staðhæfingu þína.
Ef einhversstaðar hefur verið skrifað eitthvað sem vit er í þá skiptir það engu máli hver það var sem skrifaði það og/eða hvar það var skrifað.
Ef að Albert Einstein hefði ekki gert neitt annað en að skrifa áróðursbréf fyrir friðun örfættra lamadýra áður en hann kom fram með afstæðiskenninguna rýrir það þá eitthvað gildi hennar?
Ef ég segði við þig: „Ég er sannleikurinn“ og skrifaði svo bók myndirðu fara eftir þeirri bók í einu og öllu?
Hvaða tilgangi þjónar þetta? Hef ég nokkursstaðar minnst á það hérna að ég telji Biblíuna vera einhvern heilagan sannleik?
Ég sagði meira segja hérna ofar að ég væri sjálfur svo til trúlaus, það breytir ekki þeirri staðreynd að sá boðskapur sem er í upphaflegri tilvitnun minni heldur fyllilega gildi sínu þó svo að hann hafi staðið í nýja testamentinu.
Hvað varðar borgaralega jarðaför þá er það fólk samt sem áður jarðað í kirkjugörðum og þar sem þú ert svo trúlaus að þú getur ekki tekið mark á fólki sem svo mikið sem minnist á eitthvað sem tengist trúarbrögðum þá get ég ekki ímyndað mér að þú myndir láta jarða þig þar.
Þú heldur svo væntanlega ekki uppá Jól og/eða aðrar kristnar hátíðir…