er nú ekki alveg sammála um að aspergerinn sé ástæðan og hljómar slík ásökun eins og enn ein sorafréttin úr DV. Frekar finnst mér ástæðan vera sú að lagabókstafurinn er bara ekki lengra kominn en þetta hvað almenn brot á netinu varðar og eru engin slík fordæmi fyrir. Svona mál eru einfaldlega að poppa upp núna, meira en einum áratugi eftir að netið fór að taka á sig haldbæra mynd.
Engu að síður finnst mér meðferð þessa máls jafnfáránleg og mörg önnur brot sem tengjast netinu og að mínu mati ætti að hengja kerfisstjórann þarna fyrir afglöp í starfi. Auðvitað ber Jón einhverja ábyrgð en hann er gerður að píslavætti þarna.
Þekki svipuð dæmi eins og þetta mál en vinur minn hefur t.d. oft rekist á bjána með lélegt öryggi sem geyma lykilorðaskrár sínar svona asnalega opnar á vettvangi fyrir augum annarra sem kunna ð komast yfir en einmitt þannig lét þessi umræddur ‘kerfisstjóri’ taka sig í rassgatið ef kerfisstjóra skal kalla. Svo ég taki dæmi þá ‘rakst’ vinur minn á nokkrar tölvur um daginn sem hann komst inn á sökum lélegst öryggis hjá viðkomandi einstaklingum og fann þar lykilorðaskrár í textaformi með lykilorð á hotmail reikningum, heimabanka og hinum ýmsu vefsíðum. En þar sem Jón klikkaði þá var vinur minn ekkert að álpast inná þessa notendareikninga en það gerði Jón. Hann átti auðvitað að bera þetta strax undir kerfisstjórann eða skólastjórn og láta vera að fara inn og skoða eins og hann gerði eða ennþá betra, láta þetta bara eiga alveg eiga sig því hann átti ekkert með að vera þarna til að byrja með. Þannig að auðvitað ber hann einhverja sök þó það sé óþarfi að hengja greyið.
Vona bara hans vegna að hann finni nú góðan lögfræðing því hann getur engum um kennt nema sjálfum sér.