Fordómar er eitthvað sem að hefur fylgt manninum eftir síðan … guð má vita hvenær. Þetta er hluti af hæfileikanum til að lifa, við þykjumst geta séð hver sé ósniðugur vinur o.s.frv. úr margra kílómetra fjarlægð. Til þess að framkvæma þetta mat þarf að vera viss þekking að baki - þekking sem fæstir hafa. Það er því engin furða að dómurinn er oft rangur og hefur vondar afleiðingar.
Hinsvegar hefur þetta dæmi sem að þú nefnir örugglega í fæstum tilfellum eitthvað með fordóma að gera. Við erum að fylgjast með hegðun sem að kallast “að hegða sér eins og asni”, en það er það sem að við gerum þegar við erum asnar, hálfvitar, leiðist eða eigum einfaldlega bágt. Lækninginn við þessu kallast að hunsa og fer fram með því að gera ekki neitt, það er hinsvegar furðulegt nokk að fæstir sjá sér fært að bregðast ekki við þótt svo að það væri mikið minna vesen. Þar liggur önnur ástæða að baki. Persónan sem að er ráðist á er að öllum líkindum fífl svo að hún tekur þátt í þessu og reynir að fá útrás á svipuðum forsendum og fyrri asninn. Þessi hringrás kallast “bollta leikur þursana” á fræðimáli og er æðri máttarverum bæði til mæðu og skemmtunar.
Vona að þetta hafi verið fræðandi svar, gerpi!