Hérna er smá saga fyrir þig:
Um daginn fengum við svona blað í lífsleikni tíma sem var í rauninni bara listi af asnalegum hlutum að gera. Maður átti t.d. að skrifa nafnið sitt í vinstra hornið, teikna þrjá þríhyrninga fyrir neðan, gera þrjú göt á blaðið og hrópa uppáhaldsmatinn sinn upp yfir allan bekkinn.
Efst voru einhverjar leiðbeiningar sem að sumir lásu og sumir ekki, þar stóð að maður ætti að lesa allt yfir áður en maður byrjaði, en enginn gerði það nottla og allir byrjuðu að gera allt sem stóð á blaðinu. Síðan kom fólkið á skipun númer 20. Þar stóð: Þegar þú ert búinn með skipun 1 og 2 máttu leggja frá þér blýantinn og hætta.
Moral of the story? Alltaf að lesa leiðbeiningarnar og fylgja fyrirmælum.