Djöfull þoli ég ekki þegar maður er að labba úti og maður fer framhjá hóp af litlum stelpum (gelgjum) og þær þurfa allltaf að öskra eitthvað.
Td. áðan var ég að labba úti og það var gelgjuhópur á aldrinum 9-10 ára að leika sér í klifurgrind og öskra “Strákur! Hvað heitiru???” og allar stelpurnar “tíhíhíhí” svo labbar maður bara í burtu og þær aftur “ertu ekki með eyru?? tíhíhíhíhí” svo heldur maður áfram leið sinni ógeðslega pirraður.
Mér finnst alltílæ þegar gelgjur eru með sínar eigin litlar folk.is gelgjusíður, en þegar þær þurfa að koma inn á aðrar heimasíður með sína gelgjustæla því þær fundu síðuna í annari gestabók þá fer þetta í taugarnar á mér.