Tilvitnun:
Nei, ég er að meina að orðið FEMINismi þýðir einfaldlega KVENismi, eða kvenstefna/ræði.
Eins og ad radHERRA felur i ser karlmann, herra, sem raedur.
og
Tilvitnun:
Og ég er ekkert að kippa mér upp við það heldur enda veit ég alveg hvað í stefnunni felst einfaldlega með því að horfa á orðið.
Eins og ad eg veit fullvel ad kona mun aldrei verda radherra, eda vera radherra, tvi tad felst ekki i ordinu..
Feminismi er stefna sem barðist, og berst, fyrir réttindum kvenna og er því réttnefnd, feminismi.
Ráðherra er titill á embætti sem í upphafi var aðeins gert ráð fyrir að karlar gegndu en nú genga því embætti einnig konur og hefur myndast sátt um að kalla það áfram ráðherraembætti þó svo að kona sitji í því enda kemur orðið ráðfrú frekar fáránlega út, bæði þar sem allir eru vanir hinu og það væri aðeins tvö atkvæði en ekki þrjú.
Auk þess held ég að fólk taki átómatískt meira mark á einhverjum sem er ráðherra frekar en ráðfrú, svipað og að djúpar valdmannslegar karlmannsraddir sannfæra fólk oft frekar en kvenmannsraddir.
Feminismi er því réttnefni á stefnunni, en hún berst ekki fyrir jafnrétti, heldur kvenrétti, en það hefur hingað til oftast leitt til jafnréttis.
Tilvitnun:
Feminisminn varð til af því að á langflestum stöðum voru karlar rétthærri en konur. Enda berst hann fyrir auknum réttindum kvenna og auknum hlut kvenna í hinum og þessum málum, en er ekki í sjálfu sér jafnréttisstefna. Það er hins vegar svoleiðis að hallar á konur í mörgum málum og í þeim málum leiða aukin réttindi kvenna til aukins jafnréttis.
Reyndar vard feminismi til i fyrstu vegna tess ad konur mattu ekki stunda nam, ekki kjosa, varla vinna tar til i WW1 tegar karlarnir turftu a teim ad hqalda svo teir gaetu haldid i strid.
Eg veit vcel hvad felst i feminisma, og hann hlaut nafn sitt tvi i gamla daga hofdu konur ekki taejifaeri til tess sama og karlar hofdu. Tad hefur breyst, nafnid hefur haldist - svipad og med radherrana, ekki satt?
Þetta er nákvæmlega það sem ég er að segja, fyrir utan það sem þú segir í lokin, ég get ekki séð að baráttumál feminista hafi breyst úr því að berjast fyrir kvenréttindum í það að berjast fyrir jafnrétti.
Tilvitnun:
Að lokum vil ég taka það fram að ég tel mig ekki vera vitleysing og hygg ég að ummæli þín þess efnis hafi verið skrifuð í fljótfærni.
Mer synist tu nu vera daldill vitleysingur inn vid beinid. Orugglega agaetis grey.
Þegar ég las fyrra svarið þitt þá varð ég aðeins pirraður, ég skildi ekki af hverju, en nú þegar ég les seinna svar þitt fatta ég hvers vegna og því spyr ég:
Af hverju þarftu að enda öll svör í þessum þú-ert-fífl-ég-er-miklu-betri-en-þú tón?
Ég skil ekki hvers vegna þú finnur þig knúna til þess.
En að lokum vil ég taka fram að ég er aðallega að tala um feministahreyfinguna á Íslandi þar sem ég hef ekki kynnst öðrum slíkum hreyfingum, það getur verið að þær séu meira í áttina að vera svona “equalismi”.
En nú man ég eftir undirskriftinni minni, en hún tengist einmitt þessum málum og vísar til þess þegar feministafélagið lét stöðva dreifingu á stóru upplagi af dagbókum út af örfáum málsháttum (af 52 líklega) sem henni þóknuðust ekki.
Þetta fannst mér alveg fáránlegt og er neðangreindur málsháttur einn af þeim.