Það virðist enginn vera nægilega fróður um þetta né þroskaður til að láta þetta skipta sig nokkru máli þegar þetta hefur áhrif á persónufrelsi fólks!
Mér finnst að það ættu ekki að vera gerðar eins miklar breytingar og lagðar eru fram. Mér finnst að fólk ætti ekki að hafa þessar upplýsingar í höndunum frekar en PIN númerið mitt. Mér finnst ótrúlegt að þeir skulu vilja allar þessar upplýsingar geymdar, þar sem það eru mörg þúsund tölvunotendur í landinu. Að einhver skuli vita hvað ég er að gera í mínum frítíma á netinu veldur mér ugg og er það ekki til að tryggja öryggi á netinu.
Til hvers vilja þeir þetta i raun hvað eru þeir að græða á þessu? Fjarskiptafyrirtækin græða allavega ekki! Þó að þetta gæti hugsanlega aðstoðað lögregluna við örfá mál, þá er þetta bara alltof mikil skerðing á frelsi fólks og persónuvernd. Það er til hugtak yfir þetta allt saman: BIG BROTHER!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..