Bæði af eigin reynslu, og frá kennörum framhaldsskóla.
Ég heyrði oft í grunnskóla að maður gæti fallið, sundkennarinn sagði meirasegja að ég yrði að ljúka sundprófinu til að komast í einhvern skóla, ég lauk því ekki.
ég þekki nokkra sem fengu undir 2 í öllum prófunum, og þeir komust allir inní skóla.
Ég tók engin samfélagsfræði próf og ekki dönsku né stærðfræði, komst þrátt fyrir það inn á félagsfræði braut í MH.
Þó svo maður nái ekki lágmarkskröfum einhvers viss skóla, þá þýðir það ekki að maður hafi fallið, það eru alltaf skólar sem taka við manni, sama hvað maður fær lága einkunn. Þú þarft ekki að taka upp stærðfræði aftur, eða taka 10 bekkinn aftur ef þú færð 1 eða 2. Ef þú fellur í framhaldskóla þarftu að taka áfangann aftur. Þú fellur ekki í grunnskóla, svo einfalt er það.