Já! Lög urðu að ólögum þegar ‘Njósnafrumvarpið’ svokallaða var samþykkt á Alþingi rétt í þessu þar sem brotið er á friðhelgi okkar til einkalífs.

Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um fjarskipti þar sem gerð er meiriháttar atlaga að grundvallarmannréttindum okkar með því. . .

. . . að heimila ótrúlega viðmikla skráningu fjarskiptafyrirtækja á viðkvæmum persónuupplýsingum. Skráningarheimildin er það óljós og opin að enginn veit nákvæmlega hversu mikið af persónuupplýsingum fyrirtækin munu geta skráð.

. . . að öll netnotkun þín verður skráð og geymd af fjarskiptafyrirtækjum, þar á meðal hvaða síður þú skoðar og hvenær, við hvern þú talar á MSN og hversu mikið af gögnum þú nærð í á netinu.

. . . að fjarskiptafyrirtækin munu skrá niður alla þá sem kaupa sér símakort og verða svokölluð frelsiskort út sögunni í þeirri mynd sem þau eru í núna.

. . . að fjarskiptafyrirtækjum verður gert skylt að veita lögreglu upplýsingar um leyninúmer án dómsúrskurðar.

. . . að fjarskiptafyrirtækjum verður gert skylt að veita lögreglu upplýsingar um IP-tölur án dómsúrskurðar. Með þessu er gert ráð fyrir að lögreglunni sé veittur afsláttur frá einni mikilvægustu reglu réttarríkisins, sem á að vernda borgaranna fyrir ágangi lögreglu.

Þessi atlaga að friðhelgi einkalífsins er gerð í skjóli ESB tilskipunar nr. 2002/58/EB en hún er tilkomin vegna aðgerða gegn baráttu við hryðjuverk í Evrópu. Verða gífurlega viðkvæmar persónuupplýsingar um allan almenning í landinu skráðar í skjóli þess. Hefur þú séð hryðjuverkamann á Íslandi nýlega?

Til þess að upplýsa um hugsanleg brot verða gögn allra þeirra sem nota internetið geymd. Vildi bara benda á hversu mikið fasistaríki við búum í..
-axuz