1 Stattu upp þegar myndin er hálfnuð og æptu: „Bíddu… hvar er Harry
Potter eiginlega?!“

2 Stíflaðu innganginn og öskraðu: „YOU SHALL NOT PASS!”(eða á ástkæra ylhýra: „Eigi ferðu í gegn!“). Eftir að myndin er búin skaltu segja hátt og skýrt: ”George Lucas hefði nú gert þetta betur“.

3 Á einhverjum tímapunkti skaltu standa upp og öskra: „Ég verð að fara! Miðgarður þarfnast mín!” og hlaupa beint á tjaldið. Eftir að þú hefur rekist á það skaltu setjast hljóðlega aftur í sætið þitt.

4 Farðu í drykkjuleik þar sem þú þarft að taka sopa af kókinu þínu í
hvert sinn sem einhver segir „Hringurinn“.

5 Bentu og hlæðu þegar einhver deyr.

6 Spyrðu þann sem situr við hliðina á þér hvort hann haldi að Gandalfur hafi farið í Hogwarts.

7 Ljúktu hverri setningu sem Elrond segir með: „Mr. Anderson.”

8 Stattu upp þegar Aragorn er krýndur konungur og syngdu fullum hálsi: „I did it… MY way!“

9 Þegar myndin er búin skaltu kvarta yfir því að Gollrir sé móðgandi við Eþíópíubúa.

10 Talaðu eins og Gollrir í gegnum alla myndina. Bíttu svo einhvern í
fingurinn og dettu niður tröppurnar.

11 Þegar risaköngulóin birtist, klíptu þá gaurinn fyrir framan þig í
hálsinn.

12 Klæðið ykkur upp sem gamlar konur og endurflytjið orrustuna við
Hjálmsdýpi í Monty Python stíl.

13 Spurðu bíógesti hver þeir haldi að sé næsti „Tortímandi” sem verði
sendur til að taka Fróða af lífi.

14 Þegar Dynþór kveikir eldinn skaltu öskra „grill!“

15 Í Tveggja turna tali, þegar Enturnar ákveða að halda í stríð, stattu
upp og öskraðu „Run Forest! Run!”

16 Alltaf þegar einhver drepur ork skaltu æpa: „That’s what I’m Tolkien
about!“ Fylgstu með því hve langur tími líður áður en einhver hendir þér út.

17 Þegar á skjánum er víðmynd af bardaganum skaltu spyrja: „Hvar er Valli?”

18 Talaðu hátt um það að þú hafir heyrt að það sé einn rammi af nöktum
álfi falinn einhvers staðar í myndinni.

19 Stofnaðu orkakór.

20 Komdu á frumsýninguna klæddur eins og Frankenfurter og eigraðu
ráðvilltur um.


P.S. tekið af smelli !!! langaði bara sýna ykkur það
haha lol