Bara veit ekki.
En getur einhver svarað mér því, hvert svarið við “frumlagsspurningunni” var. Nokkrar fullyrðingar um frumlagsreglur voru upp gefnar og ein þeirra var rétt. Mér þótti tveir möguleikar koma til greina. Athuga skal að ég man ekki réttu orðaröðina á fullyrðingunum.
-Frumlagið er alltaf gerandinn í setningunni.
-Það er frumlag í hverri setningu.
Kennarinn minn sagði að fyrrnefndi möguleikinn væri sá rétti. Ég merkti við seinni liðinn þar sem að í setningu sem hljómar á eftirfarandi hátt er frumlagið alls ekki gerandinn, heldur hann Jón. “Blaðið var rifið af Jóni.”