Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir

Söngkona demantanna
“Mér hefur alla tíð fundist óskaplega gaman að syngja. Raunar alveg síðan ég var smástelpa. Ég var í 32ja liða úrslitum í Stjörnuleitinni í haust, en áður var ég nokkra vetur í klassísku við Söngskólann í Reykjavík, auk þess aö syngja í söngleiknum Sólsting” segir Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir. Hún segir það að vera komin í hóp hinna útvöldu söngkvenna sé mikið tækifæri sem hún sé þakklát fyrir. “Flestir byrja í bílskúrsbandi en hér gefst okkur strax kostur á að vinna með fremsta fólkinu í bransanum, fyrir vikið er þetta algjört æði.” Steinunn Þóra er fædd og uppalin í Kópavogi, en býr nú í Reykjavík. Hún er nemi í Verzlunarskóla Íslands. Auk þess sem hún starfar í skartgripaversluninni Gulli og silfri við Laugarveg sem er einmitt í eigu foreldra hennar. “Það má kannski segja að ég sé með gull og demanta blóðinu,” segir Steinn og hlær. Bætir við að að sér þykir gaman að glíma við hinar ólíklegustu tónlistarstefnur, en líklega standi soul-tónlist næst hjarta sínu. Aðspurð um áhugamál sín nefnir Steinunn meðal annars leiklist og mannkynssögu. Hún hafi lesið mikið úr sögu Grikkja og Rómverja sem sér þyki í raun heilt ævintýri. “Ég á eftir að heimsækja þessar slóðir heimsins, en þó búinn að fræðast mikið um þær af bókum. Engu að síður þykja mér ferðalög afar skemmtileg – og mestu ævintýrin eru finnst mér að koma til borganna Barcelona, París, London og Lion.”



Ekkert sérstakt… fannst þetta bara nett spúkí.