Jæja, nú helli é úr skálum reiði minnar.´
Er í virkilega sá eini hér á landi sem lætur þessa => :D :S :) ;) ;D <= kalla fara í taugarnar á sér? Mér finst þessir kallar aðeins ega heima á msn og valla það.
Hvað er meira pirrandi en að sjá svar við grein sem hljómar svona:
“Flott greyn :D ;)”
Kansi sms sem er eitthvað á þessa leið:
“Hæ, kadda gera ;)”
Einnig finst mér lélegt þegar fólk skrifar ‘Eikkað’ í staðin fyrir ‘eitthvað’, Kadda í staðin fyrir ‘hvað ertu’ og þar fram eftir götum.
Þoli það bara ekki!
Svo er ég líka að hneikslast á fólki hér á landi vegna þess að um leið að það fréttist að einhver hljómsveit sé á leið til landsins er það allt í einu orðin uppáhalds hljómsveitin þeirra.
S.b.r Metallica í fyrra og Iron Maiden núna. Ég hef verið aðdáandi Maiden síðan um 8 ára aldur, og tek það mjög nærri mér þegar fólk sem vanalega hlustar á Love Guru og KoRn er allt í einu farið að ganga í Maiden bol og auglýsa sig sem svakalegann Maiden fan. Sama gildir um Metallica eða Velvet Revolver eða hvað sem er.
Markmið hljómsveita er jú með því að koma til lansins að markaðsetja sig og eignast nýja aðdáendur, en mér er nóg boðið þegar fólk tekur svona æði og er hætt að hlusta á þá hljómsveit í vikunni eftir hljómleikanna.
Það er kanski gott fyrir hljómsveitina sjálfa, selja fleirri plötur og þannig, en fer í taugarnar á mér.
Takk fyrir mig.