Mikið afskaplega þoli ég þetta Eurovision rusl ekki!
Hvert sem maður lítur þessa dagana er Eurovision babbl eitthvað í gangi.
Spámennska, Eurovisonlagið íslenska (sem mér finnst btw. alveg glæpsamlega leiðinlegt og bara lélegt lag), Eurovision auglýsingar og svo má lengi telja…
Ég hata bara allt í kringum þessa keppni …
Alltaf sama hræðilega tónlistin, asnalegu búningarnir, leiðinlegu kynnarnir, stigagjöfin sem samkvæmt öllum sem fylgjast með þessu virðist alltaf óskaplega ósanngjörn, og allt svoleiðis …
Varð bara að létta þessu af mér.
Er ég einn hérna um að hata þetta? Eða tilheyri ég minnihlutahóp í einhverri Eurovisionáhugamannaþjóð? :)