Það er ekki svo óalgengt að korkar fái mörg svör á stuttum tíma (enda líftími þeirra stuttur, þeir eru fljótir að detta af forsíðunni).
Hins vegar er óalgengara að greinar fái svona viðbrögð. Ég man samt eftir einu tilfelli, í desember 2002 kom grein inn á Tolkien áhugamálið eftir Anon (minnir mig) sem hét “Var Tolkien Einhverfur”. Sú grein fékk yfir 200 svör á fjórum eða fimm klukkutímum (ef mig minnir rétt), og það var samt langt því frá að vera búin sú umræða. Hún endaði í nokkurhundruð svörum.
Og já… Tolkien áhugamálið var töluvert virkara þá en í dag.