Ég vil nú síst gera lítið úr þessum kennara þínum en hins vegar er ég í íslenskunámi við Háskóla Íslands og starfsfólk við þá deild er almennt á þeirri skoðun að íslenskukennarar á landinu sem eru komnir yfir miðjan aldur fylgi yfirleitt úreltum kennsluaðferðum og reglum. Nemanda sem kom úr MR var t.a.m. sagt að gleyma allri þeirri málfræði sem hann hafði lært þar sem fyrst vegna þess að íslenskukennarinn hans þar (sem er bæ ðe vei MJÖG þekktur og virtur kennari og hefur skrifað fjöldan allan af bókum og ritgerðum) væri enn að kenna úreltar bækur með úreltum reglum. Ég er samt ekkert að segja að þetta eigi við um kennarann þinn, langaði bara að benda þér á þetta.
Ég veit líka að munurinn á lýsingarorðum og atviksorðum er sá að atviksorð annað hvort lýsa gjörðum og fylgja sögnum (“Hann gerði þetta vel”, “Hún söng fallega”, “Ég kem núna”, “Gerðu þetta strax”) eða eru ákvæðisorð með lýsingarorðum eða öðrum atvikorðum (“Hún er mjög falleg”, “Hann gerði e-ð einstaklega vel”).
Óbeygjanleg lýsingarorð verða alls engin atviksorð við það að taka ekki fallbeygingu, enda væri þá engin ástæða til að kalla þau óbeygjanleg lýsingarorð en ekki bara atviksorð.
Annars væri ég mjög til í að sjá eitt dæmi frá þér um svona óbeygjanlegt lýsingarorð sem þú segir að flokkist sem atviksorð.