Veistu, þetta fólk sem er að gera villurnar, það er ekkert að spá í tungumálið. Við erum að skrifa á tungumáli sem er jú erfitt, það er flókið ogþ að er gamalt. Og það á að bera virðingu fyrir því.
Ég er ekki góð í stafsetningu eða málfræði. Það er bara rökrétt skýring á því, í tvö ár var ég á bak við lás og slá í dana veldi, talaði dönsku, lærði dönsku og svo kom upp á daginn að ég gat ekki munað hvað Leðurblaka var á íslensku. Ég gat hreinilega ekki sagt þetta einfalda orð. Mundi það ekki. Svo kom á daginn að ég gat ekki munað fleiri orð. Ég þarna 10 ára, í Litla-stóra danaveldinu, sá að það var hræðilegt, að geta ekki munað svona létt orð og geta ekki fallbeygt eða skrifað rétt svona einföld orð.
Svo koma hérna krakkar, ekki einu sinni krakkar heldur fullorðið fólk sem er að ganga menntaveginn hinn æðri, það er að það er í menntaskóla og skrifar hérna hinar stórkostlegustu villur, notar svo vitlaust málfar, getur ekki séð muninn á y/i eða ý/í (sem persónulega fer eitthvað mest í taugarnar á mér, því að það hljómar ekki eins fyrir mér þegar ég les það… y=u…). Þetta fullorðna fólk getur ekki skrifað rétt. Jú, þetta er drullu erfitt tungumál, enda eru það heil tíu ár sem það tekur að troða öllum helztu reglum inn í hausinn á krökkunum. Þau fengu tíu ár að frábærri kennsluefni en samt getur þetta fólk, stórgáfað ekki haldið lesblindu eða neitt, ekki lært nokkrar einfaldar reglur.
Ég er ekki tungumálaheili. Ég tala þrjú tungumál reiprennandi og skil fimm (færeyska ekki tekin með), en það er bara út að því að ég lærð þau fyrir 12 ára aldur. Ég á erfitt með að skilja sumar reglur, ég fæ ekki 10 í öllum stafsetningaprófum, langt því frá. En mér er annt um tungumálið. Ég ber virðingu fyrir tungumálinu og ég geri mitt besta til að hafa það sem fullkomnast.